Tenglar

11. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Grillveisla og Eurovisionpartí í Barmahlíð

Myndirnar skýrast allar í meginmáli.
Myndirnar skýrast allar í meginmáli.
1 af 7

Lionsfélagar í Reykhólahreppi héldu grillveislu og Eurovisionpartí á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í gærkvöldi. Þeir komu með úrvals lærissneiðar sem Guðmundur Hauksson starfsmaður í Barmahlíð grillaði í skjólinu við suðurdyr hússins á sjötta tímanum á meðan Lionsfólkið Ingvar Samúelsson og Áslaug B. Guttormsdóttir útbjuggu í eldhúsinu bearnaisesósu og alls konar meðlæti og síðan reiddu þau veitingarnar fram.

 

Að veislu lokinni safnaðist bæði heimilisfólk og starfsfólk saman til að fylgjast með Eurovision á sjónvarpsskjá í setustofunni. Allir voru með græn og rauð spjöld til að bregða upp að loknum flutningi hvers lags og láta þannig í ljós hvort þeim líkaði vel eða illa. Áslaug taldi síðan grænu og rauðu spjöldin og skráði niðurstöðurnar á töflu. Salurinn var skreyttur litskrúðugum blöðrum að hætti Pollapönks.

 

Myndir frá þessu öllu fylgja hér, nánast í réttri tímaröð, að öðru leyti en því að síðasta myndin er fyrst.

 

Athugasemdir

Björk Stefánsdóttir, sunnudagur 11 ma kl: 15:37

Þetta er frábært hjá Lions, er ótrúlega stolt af öllu þessu frábæra fólki

Áslaug Berta Guttormsdóttir, sunnudagur 11 ma kl: 15:43

Við Ingvar viljum einnig þakka starfsmönnum á vakt, Elínu sem blés upp blöðrur áður en hún hélt til Hólmavíkur kl. 16.00 að vakt sinni lokinni og pólsku starfskröftunum okkar kraftmiklu Agnesi og Joönnu að ógleymdum Guðmundi sem var ómetanleg hjálp þó hann ætti ekki að vera á vakt en bauð fram starfskrafta sína.
Hjalta þökkum við fyrir hans undirbúning og Agli fyrir að sækja gas á grillið og hafa tilbúið til notkunar eftir veturinn.
Svo vil ég þakka íbúum Barmahlíðar fyrir að vera eins frábærir og þeir eru. Takk fyrir skemmtilega samverustund.

Fyrir hönd Lions, Áslaug og Ingvar.

Dúna frá Kambi, sunnudagur 11 ma kl: 18:01

Flottar myndir,og glæsilegt hjá ykkur

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31