18. júlí 2016 |
Grillveislan á Reykhóladögum: Fresturinn að renna út
Frestur til að panta miða í grillveisluna í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum á laugardagskvöld rennur út núna á miðnætti (mánudag 18. júlí). Mjög vel hefur gengið, segir Jóhanna Ösp, umsjónarmaður Reykhóladaga. Hægt er að panta í johanna@reykholaskoli.is og símum 434 7860 og 698 2559. Mikilvægt er að taka fram hversu margir fullorðnir eru og hversu mörg börn, en ekki bara nefna heildarfjölda.
Hægt verður að borga og fá í hendur pantaða miða bæði á tónleikum Bjartmars í Bjarkalundi á fimmtudagskvöld og á pöbbkvissinu á Báta- og hlunnindasýningunni á föstudagskvöld.
Matseðilinn glæsilega (og verðið) má sjá neðan við dagskrána.