Tenglar

27. júlí 2009 |

Gróðureldur uppi á Reykjanesfjalli við Ísavatn

Kort af vef Landmælinga Íslands.
Kort af vef Landmælinga Íslands.
Slökkviliðsmenn í Reykhólahreppi réðu í kvöld niðurlögum gróðurelds á Reykjanesfjalli upp af Barmahlíðinni. Í dag fann fólk úti á Reykjanesi reykjarlykt í norðaustanáttinni og fór þá Guðmundur Ólafsson slökkviliðsstjóri inn í Þorskafjörð en fann ekkert athugavert þar. Síðan fór hann ásamt þremur öðrum upp á fjallið á fjórhjólum og einum jeppa og fundu þeir þá gróðureld í nokkur hundruð metra hæð við Ísavatn. Ekki var annar búnaður en skóflur til að fást við eldinn enda ekki fært slökkvibílum þarna upp en greiðlega gekk þó að slökkva.

 
Smellið á kortið til að stækka það.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30