Tenglar

26. janúar 2011 |

Grunnmenntaskóli á Reykhólum: Fleiri nemar óskast

Nýlega fór af stað á Reykhólum veigamikið námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem nefnist Grunnmenntaskólinn. Um er að ræða 300 stunda námskeið sem hentar vel þeim sem eru 21 árs og eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Kenndar eru grunnnámsgreinar og samsvarar námsefnið lokum grunnskóla og upphafi framhaldsskóla. Þá eru sjálfsstyrking og samskipti rauður þráður í námskrá Grunnmenntaskólans. Ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur samþykkt að meta megi námskrána til allt að 24 eininga í framhaldsskólum en hver framhaldsskóli hefur þó í hendi sér hvað er metið inn hverju sinni.

 

Á þessari önn eru íslenska og upplýsingatækni helstu námsgreinar en kennslan í höndum Júlíu Guðjónsdóttur og Ástu Sjafnar Kristjánsdóttur. Umsjón með Grunnmenntaskólanum hefur Kristín Sigurrós Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Hólmavík. Þó að námið sé farið af stað er enn hægt að bætast í hópinn og vonast er til þess að svo verði. Áhugasamir geta snúið sér til Kristínar í síma 451 0080 eða sent póst á netfangið kristin@frmst.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30