Tenglar

18. maí 2016 |

Grunnskólakennarar óskast

Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Reykhólaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara. Krafist er réttinda til kennslu í grunnskóla.

  • Umsjónarkennari með miðstigi. Um er að ræða kennslu í bóklegum greinum, íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði, upplýsingamennt o.fl.
  • Verkgreinakennari. Um er að ræða kennslu í smíði, myndmennt og heimilisfræði.

 

Hæfniskröfur

  • Að hafa fjölbreyttar kennsluaðferðir á valdi sínu.
  • Þekking á kennslufræði og uppeldisfræði.
  • Áhugi á kennslu og vinnu með börnum.
  • Frumkvæði og samstarfsvilji.
  • Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Gleði og umhyggja.
  • Reglusemi og samviskusemi.
  • Umsækjendur þurfa hafa leyfisbréf.

 

Ef ekki berast umsóknir frá grunnskólakennurum sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinanda tímabundið til eins árs.

 

Leitað er eftir fólki með góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og samkennslu og áhugi á þróunarstarfi er mikilvæg. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

 

Laun samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

 

Frekari upplýsingar gefur Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri í síma 849 8531 og 434 7731 eða í netfanginu skolastjori@reykholar.is. Umsóknum með ferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur skal skila í netfangið skolastjori@reykholar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2016.

 

Reykhólaskóli á Reykhólum við Breiðafjörð er sameinaður grunnskóli og leikskóli með 72 nemendur á aldrinum 1 árs til 16 ára. Einkunnarorð skólans eru Vilji er vegur. Lögð er áhersla á skapandi starf og nám í gegnum leik. Skólinn er þátttakandi í Grænfánaverkefninu. Við skólann starfar 20 manna samheldinn og skapandi hópur. Skólinn er ágætlega búinn tækjum og tólum.

 

Í Reykhólahreppi búa tæplega 280 manns, þar af 120 manns í þéttbýliskjarnanum á Reykhólum. Á staðnum er öll almenn þjónusta, verslun, glæsilegt íþróttahús og sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar og mikil náttúrufegurð.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30