Tenglar

16. febrúar 2010 |

Grunnskólanemar fjalla um heimabyggðina

Gunnlaug Birta á Erpsstöðum tekur við verðlaunum sínum úr hendi Unnar Birnu.
Gunnlaug Birta á Erpsstöðum tekur við verðlaunum sínum úr hendi Unnar Birnu.
Nýlega voru afhent verðlaun fyrir verkefni meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla, sem fjallar m.a. um það hvernig heimabyggðin getur verið betri eða meira spennandi staður til að búa á. Verkefnið er á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni og er núna á sínu sjötta ári. Í tveimur af þremur efstu sætunum voru nemendur sem teljast verða grannar Reykhólahrepps. Fyrsta sætið hlaut Elísabet Ósk Magnúsdóttir í Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri en þriðju verðlaun fékk Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir í Auðarskóla í Búðardal, en hún á heima á Erpsstöðum í Dölum. Í öðru sæti varð Davíð Arnar Ágústsson í Grunnskóla Þorlákshafnar.

 

Verðlaunahafarnir tóku á móti verðlaunum sínum úr hendi Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur, fyrrverandi alheims-fegurðardrottningar og núverandi laganema í meistaranámi, verndara verkefnisins frá upphafi árið 2005. Í lokin talaði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til viðstaddra. Hún hefur frá byrjun stutt við bakið á Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur, formanni og verkefnisstjóra Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni.

 

Mennta- og velferðarsvið Reykjavíkurborgar styrkir þetta verkefni ásamt Mannviti, Íslenska gámafélaginu, Skógræktarfélagi Íslands og fleirum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31