Tenglar

21. janúar 2016 |

Guðbirni pósti sagt upp

Póstdreifingardögum í Reykhólahreppi fækkar um helming frá og með 1. mars eins og fram hefur komið og verður pósti upp frá því dreift tvo daga í viku aðra vikuna og þrjá daga hina. Reyndar er komið á þriðja ár síðan hætt var að dreifa pósti lengra en í Bjarkalund nema þrjá daga í viku og hefur öll Gufudalssveitin auk Kinnarstaða og Hofsstaða búið við þá tilhögun síðan.

 

Pósti verður áfram komið til Flateyjar með sama hætti og verið hefur, eða tvisvar í viku frá Stykkishólmi.

 

Fram hefur komið, að í tengslum við fækkun dreifingardaga hér og þar verði skipulag dreifingar endurskoðað og leitast við að sameina svæði með einhverjum hætti. Guðbjörn Guðmundsson landpóstur, sem í mörg ár hefur þjónað Reykhólahreppi, er búinn að fá uppsagnarbréf og á að hætta 31. mars.

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps ræddi á síðasta fundi sínum þá skerðingu á póstþjónustu í sveitarfélaginu sem tilkynnt hefur verið og samþykkti eftirfarandi bókun:

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps gerir sér grein fyrir þeim samdrætti sem orðið hefur í póstsendingum síðustu ár.

 

Sveitarstjórn gagnrýnir hins vegar þá ráðstöfun innanríkisráðuneytisins, að heimila í reglugerð nr. 868/2015 um breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 365/2003 að fækka dreifingardögum pósts um helming í sumum héruðum, í stað þess að gæta jöfnuðar, þannig að allir landsmenn, hvort heldur þeir búa í þéttbýli eða dreifbýli, sitji við sama borð.

 

Í 10. gr. nýju reglugerðarinnar segir m.a.:

 

„Á dreifbýlissvæðum, þar sem kostnaður við dreifingu er þrefaldur eða meiri miðað við sams konar kostnað í þéttbýli, er rekstrarleyfishafa heimilt að fækka dreifingardögum í annan hvern virkan dag.“

 

Rekstrarleyfishafi tilkynnti umsvifalaust að það yrði gert.

 

Þetta stangast gersamlega á við það sem segir í reglugerðinni:

 

„Markmið reglugerðar um alþjónustu er að tryggja landsmönnum án mismununar, greiðan aðgang að póstþjónustu ...“

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps harmar að ráðuneyti sem á að starfa í þágu allra landsmanna skuli samþykkja ójöfnuð í stað þess að vinna að og viðhalda jöfnuði fyrir alla landsmenn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31