Tenglar

9. janúar 2011 |

Guðjón D. Gunnarsson formaður samtakanna LBL

Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum, öllu betur þekktur sem Dalli, var kjörinn formaður samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) á síðasta aðalfundi þeirra sem haldinn var á Árskógsströnd við Eyjafjörð í nóvember. Í hóp varamanna var kjörinn Þórarinn Ólafsson í Reykhólahreppi. Samtökin voru stofnuð sumarið 2001.

 

LBL er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstíga þróun byggðamála um land allt, bæði efnahagslega og menningarlega.

 

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari samtakanna Landsbyggðin lifi.

 

Vefur LBL

Fundargerð síðasta aðalfundar LBL

 

Athugasemdir

Halldór Jóh., sunnudagur 09 janar kl: 20:27

Dalli minn... hjartanlega til hamingju með þetta....
Óska þér og LBL velfarnaðar:)
Áfram landsbyggðin:)
Bestu kveðjur í sveitina mína fögru:)

Halldór (Dódó)..

Einar Örn Thorlacius fyrrv.sveitarstjóri, mnudagur 10 janar kl: 14:36

Réttur maður á réttum stað!

Kær kveðja,

EÖTh

Þrymur Sveinsson, rijudagur 11 janar kl: 20:30

Dalli tekur á þessu!

Benni Jonsson, rijudagur 11 janar kl: 20:34

Til hamingju frændi hef trú á þér í þetta verkefni;)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30