Tenglar

13. október 2019 | Sveinn Ragnarsson

Guðlaug á Tindum látin

Guðlaug H. Guðmundsdóttir. mynd Fjóla Benediktsdóttir
Guðlaug H. Guðmundsdóttir. mynd Fjóla Benediktsdóttir

Guðlaug Halldóra Guðmundsdóttir lést á sjúkrahúsinu á Akranesi aðfaranótt  föstudagsins 4. október.

 

 Guðlaug, eða Gulla á Tindum eins og hún var oftast kölluð, fæddist á Brandsstöðum 27. ágúst 1933. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson og Júlíana Sveinsdóttir.

 

Þegar Gulla var á fyrsta ári fluttu þau að Höllustöðum og bjuggu þar 11 ár. Þá fluttu þau í Skáleyjar og bjuggu þar í Norðurbænum í 17 ár.

 

Guðlaug bjó á Tindum frá 1962 ásamt manni sínum Grími Arnórssyni, að undanskildum nokkrum árum sem þau bjuggu í Króksfjarðarnesi þar sem hún var póst- og símstöðvarstjóri uns hún lét af störfum. Þá fluttu þau heim að Tindum aftur þar sem þau höfðu komið sér upp húsi.

 

Guðlaug og Grímur eignuðust tvo syni, þeir eru Hörður Már bóndi á Tindum og Börkur sem býr í Kópavoginum.

 

Grímur lést árið 2001 en Gulla átti áfram heima á Tindum. Allra síðustu árin var hún á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð.

 

Útför Guðlaugar fer fram frá Reykhólakirkju laugardaginn 19. október  kl. 14:00,  en hún verður jarðsett  í Garpsdal.

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29