Tenglar

4. apríl 2009 |

Guðmundur H. Benediktsson jarðsunginn á Reykhólum

Guðm. H. Benediktsson.
Guðm. H. Benediktsson.

Guðmundur Halldór Benediktsson á Reykhólum var jarðsunginn frá Reykhólakirkju í dag. Útförin fór fram í kyrrþey að hans ósk og var því ekki auglýst. Guðmundur heitinn fæddist 3. september 1929 í Bæjum á Snæfjallaströnd við Djúp og lést á Landspítalanum 24. mars. Hann var því á 80. aldursári. Foreldrar hans voru Fanney Gunnlaugsdóttir og Benedikt Helgi Ásgeirsson. Þau hjónin eignuðust sex börn. Eftirlifandi systur Guðmundar eru Guðrún og Ingibjörg en látin eru Bogi, Kristrún og Ásgeir.

 

Guðmundur gekk menntaveginn, lærði garðyrkju við Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði og starfaði að þeirri grein lengst af. Um árabil vann hann og bjó á Sólheimum í Grímsnesi. Hann kvæntist aldrei og eignaðist ekki börn en á Sólheimaárunum hændist að honum lítil stúlka, Aðalheiður Björk Indriðadóttir (Heiða). Hún gekk nánast í sporin hans og elti hann hvert sem hann fór, og þegar Guðmundur hætti að vinna á Sólheimum árið 1983 og fluttist til Reykhóla fylgdi Heiða honum. Bjuggu þau að Hellisbraut 14 allt þar til Guðmundur lést.

 

Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir á Reykhólum jarðsöng, organisti var Haraldur Guðni Bragason og við athöfnina söng kór Reykhólaprestakalls. Jarðsett var í Reykhólakirkjugarði. Að athöfn lokinni þágu kirkjugestir veitingar í Reykhólaskóla í boði ástvina Guðmundar heitins.

 

Myndin af Guðmundi heitnum sem hér fylgir er af forsíðu grafljóðanna sem prentuð voru fyrir útförina.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30