Guðmundur á Grund sextugur
Guðmundur Ólafsson á Litlu-Grund í Reykhólasveit (líklega betur þekktur sem Gummi á Grund) er sextugur í dag. Af því tilefni verður afmælisbarnið „til sýnis“ í borðsal Reykhólaskóla á milli kl. 19 og 21 á laugardagskvöldið, 12. apríl. Allir er að sjálfsögðu velkomnir. Þess má geta, að í dag eiga hann og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir eiginkona hans jafnframt tíu ára brúðkaupsafmæli.
Guðmundur var í hópi Lionsfélaganna sem skruppu til Færeyja um helgina (sjá næstu frétt hér á undan). Þar notaði Eyvindur Magnússon formaður Lionsdeildarinnar í Reykhólahreppi tækifærið og afhenti honum afmælisgjöf frá Lions, forláta klukku, eins og sjá má á seinni myndinni. Á fyrri myndinni er Guðmundur ásamt sonunum þremur og eiginkonu sinni.
Eyvindur, mivikudagur 09 aprl kl: 14:17
Til hamingju gamli