Tenglar

21. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Gufudalskerra slökkviliðsins í yfirhalningu

Tjóðurhælar gerast víst ekki öllu verklegri við innanverðan Breiðafjörð.
Tjóðurhælar gerast víst ekki öllu verklegri við innanverðan Breiðafjörð.
1 af 2

Febrúarvorið við innanverðan Breiðafjörð hefur reynst mörgum drjúgt til útiverka. Þannig voru starfsmenn Reykhólahrepps í dag utan við bækistöð Björgunarsveitarinnar Heimamanna neðan Reykhólaþorps að vinna rauða kerru undir málningu. Kerra þessi er í eigu Slökkviliðs Reykhólahrepps og hefur um langt árabil hefur verið höfð tiltæk í Gufudal og verður þar áfram og geymir búnað til slökkvistarfa.

 

Bílar slökkviliðsins sem vistaðir eru í húsi björgunarsveitarinnar fengu að skreppa út og viðra sig, tandurhreinir og gljáandi. Tankbíllinn var notaður til öryggis sem tjóðurhæll fyrir kerruna því að öxull hennar og hjól og beisli eru þung í hlutfalli við léttleika hennar sjálfrar. Báðir eru bílar slökkviliðsins þýsk eðalsmíði, annar af gerðinni Magirus-Deutz en hinn af gerðinni MAN (skammstöfun fyrir Maschinenfabrik Augsburg-Nürnberg og þarf líklega ekki þýðingar við).

 

Glöggir skoðendur myndar gætu haldið að tankbíllinn (tjóðurbíllinn) sé ekki á númerum (stækkið myndirnar). Hann er á númerum en til að binda í hann er opnuð hlíf sem fellur niður yfir númerið að framan.

 

Núna með kvöldinu er farið að rigna hlýlega á Reykhólum. Ef komið væri fram í maí-júní væri talað um grasveður. En - gamlir menn og vísir segja að veturinn sé nú kannski ekki búinn ennþá og ástæðulaust og jafnvel ógæfulegt að brýna ljáina strax.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30