Tenglar

20. júlí 2018 | Sveinn Ragnarsson

Gufudalskirkja 110 ára í haust

Gufudalskirkja
Gufudalskirkja

Gufudalskirkja er 110 ára gömul nú í haust. Í Gufudal var komin kirkja helguð Maríu Mey fyrir árið 1200.  Gufudalssókn náði frá Hjöllum að Kvígindisfirði.  Kirkjan sem nú stendur var reist á haustdögum 1908.  Hún var teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni þáverandi húsameistara ríkisins og allur kostnaður greiddur af ríkinu. Yfirsmiður var Jón Ólafsson smíðameistari bróðir Rögnvaldar.


Efnið kom tilhöggvið frá Noregi og allt númerað saman, allir „pílárar“ listileg rennismíð.


Nokkru eftir miðja síðustu öld fóru að koma í ljós verulegar vatnsskemmdir. Í fyrstu kostaði söfnuðurinn aðkallandi viðgerðir en síðar voru viðgerðir kostaðar af ríkinu en nú er kirkjan í vörslu Minjastofnunar.


Tvö ár eru nú síðan að fólk frá Minjastofnun kom og skoðaði kirkjuna, hvað þyrfti að gera í viðhaldi. Þau útveguðu 1 milljón króna til að mála hana að utan.  Verkið er á ábyrgð sóknarnefndar Reykhólahrepps. Síðasti kirkjubóndinn Erna Ósk Guðnadóttir flutti burtu með barnahópinn sinn, um síðustu mánaðarmót.


Kristinn Bergsveinsson fv. kirkjubóndi í Gufudal.

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31