Tenglar

28. september 2016 | Umsjón

Gufudalssveit: Gert ráð fyrir sjö milljörðum á tíu árum

Bíll með ferskan lax til útflutnings fastur í drullu á þjóðveginum í Gufudalssveit.
Bíll með ferskan lax til útflutnings fastur í drullu á þjóðveginum í Gufudalssveit.
1 af 2

Tillaga að samgönguáætlun til tíu ára var lögð fram á Alþingi í gær. Henni er skipt í þrjú tímabil og tiltekið hvaða framkvæmdir eru áformaðar og á hvaða tímabili. Áætlað er að verja alls sjö milljörðum króna til nýs vegar um Gufudalssveit, þar af 2.750 milljónum á tímabilinu 2015-2018, 3.250 milljónum á tímabilinu 2019-2022 og 1.000 milljónum á tímabilinu 2023-2026. Lengd hins nýja vegar er sögð óviss. Ekki hefur verið ákveðið hvaða leið skuli valin enda hefur ekki verið unnið í því máli nema mestan hluta þess tíma sem liðinn er af þessari öld.

 

Á tímabilinu 2019-2022 er gert ráð fyrir 250 milljónum króna til nýs þriggja kílómetra vegarkafla framhjá Skriðulandi í Saurbæ rétt sunnan Gilsfjarðar.

 

Rétt er að taka fram, að samgönguáætlunin kann að taka breytingum í meðförum þingsins.

 

Á mynd nr. 2 má sjá áætlunina um vegaframkvæmdir á Vestursvæði, þ.e. á Vesturlandi og Vestfjörðum.

 

Á fremri myndinni er flutningabíll sem sat fastur í drullu hátt í sólarhring á leiðinni yfir Hjallaháls um miðjan mars á liðnu vori. Hann var á leið upp á hálsinn Djúpafjarðarmegin með tengivagn fullan af laxi frá eldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Auk annarrar umferðar er ekið með skólabörn í Reykhólaskóla þessa leið fram og til baka sérhvern skóladag allt skólaárið.

 

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2015-2026 (pdf).

 

Undirbúningsframkvæmdir í Djúpafirði á næsta ári (frétt 15. september 2016).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30