Tenglar

18. nóvember 2020 | Sveinn Ragnarsson

Gugga í Gautsdal látin

Guðbjörg Karlsdóttir
Guðbjörg Karlsdóttir

Guðbjörg Karlsdóttir í Gautsdal lést á líknardeild Landsspítalans þann 10. nóvember sl.

 

Hún var fædd í Borg, 22. mars 1940, næstelst 7 systkina. Foreldrar hennar voru Karl Árnason og Unnur Halldórsdóttir bændur í Borg, Karl var jafnframt póstur um langt árabil. Árið 1946 fluttist fjölskyldan frá Borg yfir Króksfjörðinn að Kambi, en frá Kambi er geysifallegt útsýni yfir á Borgarlandið.

 

Guðbjörg giftist 1961 Kristjáni S. Magnússyni frá Hólum og hófu þau um það leyti búskap í Gautsdal. Þar hafa þau búið síðan.

 

Gugga og Kristján eignuðust 5 börn, þau eru; Magnús verktaki í Gautsdal, Karl bóndi á Kambi, Unnur Björg leikskólakennari, Bryndís hjúkrunarfræðingur og Eygló Baldvina garðyrkjufræðingur, allar búsettar í Reykjavík. Auk þess áttu þau fósturdóttur, Bryndísi Ström, en hún lést árið 2006. Barnabörnin eru 5 og barnabarnabörnin 4.

 

Útför hennar fer fram frá Reykhólakirkju, laugardaginn 21. nóvember kl. 13:00. Vegna fjöldatakmarkana verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir útförina, en streymt verður frá athöfninni á youtube.com undir Reykhólakirkja.

 

Fjölskyldunni eru færðar innilegustu samúðarkveðjur.

 

 

Athugasemdir

Hjörtur, fimmtudagur 19 nvember kl: 07:59

Blessuð sé minning ágætrar konu!

Það er eins og mig minni að fleiri sveitungar hafi látist á árinu og þeirra hefur ekki verið minnst á þessari vefsíðu? T.d frænka mín Ólína á Miðhúsum lést í hárri elli þann 9. ágúst sl. og ég get hvergi fundið staf um hana á vef Reykhólasveitunga.

Gísli Geirsson, laugardagur 21 nvember kl: 13:37

Blessuð sé mynning hinar látnu

Magnús S. Gunnarsson, laugardagur 21 nvember kl: 14:48

Blessuð veri minning Guðbjargar Karlsdóttur /Guggu í Gautsdal.
Innilegar samúðarkveðjur,Diddi,Maggi,Kalli,Ditta,Dísa og Baddý.

Ég var mörg sumur í sveit í Gautsdal,og var Gugga mér sem móðir er ég dvaldist þar snemma vors og fram á haust. Kom þangað eftir að skóla lauk(1.maí)í Patreksfirði og fór ekki heim fyrr en eftir sláturtíð í október. Var nokkur sumur áður í Hólum hjá Ingibjörgu ömmu og Kristjáni/Didda(móðurbróðir) og Friðbirni Guðjónssyni,þetta voru nokkur sumur fyrir 1960 og ég man er þau fluttu í Gautsdal. Mig minnir að pua fluttu 1960,en svo hef ég heyrt að .að hafi verið 1959.Ég hafði gott af þessari dvöl,og nú rifja ég upp minningarnar frá þessum tíma og finn hversu dýrmætar þær eru.

Maggi Gunnars.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31