Gugga í Gautsdal látin
Guðbjörg Karlsdóttir í Gautsdal lést á líknardeild Landsspítalans þann 10. nóvember sl.
Hún var fædd í Borg, 22. mars 1940, næstelst 7 systkina. Foreldrar hennar voru Karl Árnason og Unnur Halldórsdóttir bændur í Borg, Karl var jafnframt póstur um langt árabil. Árið 1946 fluttist fjölskyldan frá Borg yfir Króksfjörðinn að Kambi, en frá Kambi er geysifallegt útsýni yfir á Borgarlandið.
Guðbjörg giftist 1961 Kristjáni S. Magnússyni frá Hólum og hófu þau um það leyti búskap í Gautsdal. Þar hafa þau búið síðan.
Gugga og Kristján eignuðust 5 börn, þau eru; Magnús verktaki í Gautsdal, Karl bóndi á Kambi, Unnur Björg leikskólakennari, Bryndís hjúkrunarfræðingur og Eygló Baldvina garðyrkjufræðingur, allar búsettar í Reykjavík. Auk þess áttu þau fósturdóttur, Bryndísi Ström, en hún lést árið 2006. Barnabörnin eru 5 og barnabarnabörnin 4.
Útför hennar fer fram frá Reykhólakirkju, laugardaginn 21. nóvember kl. 13:00. Vegna fjöldatakmarkana verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir útförina, en streymt verður frá athöfninni á youtube.com undir Reykhólakirkja.
Fjölskyldunni eru færðar innilegustu samúðarkveðjur.
Hjörtur, fimmtudagur 19 nvember kl: 07:59
Blessuð sé minning ágætrar konu!
Það er eins og mig minni að fleiri sveitungar hafi látist á árinu og þeirra hefur ekki verið minnst á þessari vefsíðu? T.d frænka mín Ólína á Miðhúsum lést í hárri elli þann 9. ágúst sl. og ég get hvergi fundið staf um hana á vef Reykhólasveitunga.