Gullfé ættað úr Reykhólasveit og Ströndum
Sannkallað gullfé hefur fundist á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Kindurnar eru sex talsins og bera gen sem er viðurkennt í Evrópusambandinu sem vörn gegn riðu. Þetta er í fyrsta sinn sem arfgerðin finnst hér á landi þrátt fyrir mikla leit. Hún er talin geta tryggt sigur í baráttunni gegn riðu. Þetta er sama arfgerð og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins með góðum árangri.
Féð er kollótt og rekur ættir sínar meðal annars í kollótt fé í Reykhólasveit og á Ströndum. Í tilkynningu segir að þetta gefi miklar vonir um að ARR arfgerðin verðmæta gæti fundist víðar á landinu. Nú er að hefjast stórátak í greiningu og verða um 15 þúsund gripir greindir í vetur.
Í tilkynningunni segir að það verði áskorun að koma ARR arfgerðinni sem hraðast inn í stofninn án þess að draga um of úr fjölbreytileika hans.
Meira um þetta á ruv.is