Tenglar

1. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Gullhrúturinn og kappsamur aðstoðarmaður

Sigurvegararnir í kassabílakeppninni.
Sigurvegararnir í kassabílakeppninni.
1 af 10

Þrenn sérstök verðlaun voru veitt í hinni hefðbundnu og vinsælu kassabílakeppni á Reykhóladögunum. Tvenn þeirra fengu bræðurnir Björgvin Bragi og Ármann Freyr Ólafssynir í Magnússkógum III í Dalabyggð fyrir bílinn sinn sem heitir Gullhrúturinn, en bæði náði hann besta tímanum og var kosinn frumlegasti bíllinn. Ketill Ingi Guðmundsson á Litlu-Grund í Reykhólasveit fékk verðlaun sem besti aðstoðarmaðurinn. 37 krakkar og 8 fullorðnir tóku þátt í keppninni.

 

Auk hinna sérstöku verðlauna fengu allir nema þeir fullorðnu verðlaunapening fyrir þátttökuna, sem Glæðir (Guðjón Dalkvist Gunnarsson) gaf í þessu skyni. Bílarnir sem komið var með í keppnina voru 14 og hver öðrum betri.

 

Það var hreint ekki að ástæðulausu sem Ketill Ingi var útnefndur besti aðstoðarmaðurinn, því að hann fylgdi öllum keppendum eftir og hvatti þá vel áfram.

 

Vegna hins mikla fjölda þátttakenda var löng biðröð þegar mannskapurinn tók við verðlaunapeningunum sínum úr hendi Guðjóns Dalkvist (Dalla).

 

Myndirnar sem hér fylgja tóku Jón Kjartansson og fleiri.

 

 

Þess má geta, að þrjár myndasyrpur frá Reykhóladögunum 2013 eru komnar hér inn á myndasíðuna (Ljósmyndir, myndasöfn í valmyndinni vinstra megin). Myndasmiðirnir eru margir og verða þeir ekki taldir upp nema hvað Jón Kjartansson á Reykhólum á stærsta skammtinn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31