Tenglar

24. júní 2015 |

Gunnar Þórðarson og Jónsi í svörtum fötum

Oft er blíða á Hamingjudögum.
Oft er blíða á Hamingjudögum.

Byggðarhátíðin árvissa Hamingjudagar á Hólmavík byrjar í dag og stendur fram á sunnudag. Meðal ótalmargra dagskrárliða má nefna, að Hólmvíkingurinn margfrægi Gunnar Þórðarson sem löngum hefur verið kenndur við Hljóma og Trúbrot verður með tónleika í Bragganum. Boðið verður upp á námskeið í afrískum trommuleik sem meðlimir hljómsveitarinnar Bangoura Band annast, en þeir koma líka fram á hátíðinni. Jónsi í svörtum fötum mun leiða söng og útiskemmtun í Hvamminum á föstudagskvöldi og gert er ráð fyrir góðu veðri.

 

Hamingjuhlaupið undir styrkri stjórn Stefáns Gíslasonar fyrrum sveitarstjóra á Hólmavík verður á sínum stað, sem og kökuhlaðborðið fræga. Lokapunktur Hamingjudaga er síðdegis á sunnudag þegar Furðuleikar á Ströndum fara fram á Sauðfársetrinu að viðstöddu tökuliði og keppendum frá BBC sem ætla að taka þátt í leikunum, taka þá upp og sýna svo í þætti sem heitir All over the place.

 

„Á Hamingjudögum fyllast iðulega hús og tjaldstæði og mikið líf er í bænum,“ segir Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggð.

 

Dagskrá Hamingjudaga 2015

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31