14. júní 2012 |
Gylfi Ægisson með skemmtikvöld á Café Riis
Trúbadorinn gamli og síungi Gylfi Ægisson verður með tónleika og uppistand á Café Riis á Hólmavík kl. 21 í kvöld, fimmtudag. Þar syngur hann og leikur mörg af sínum vinsælustu lögum og jafnframt lög af diski sínum Á frívaktinni sem var að koma út. Einnig fer Gylfi með gamanmál eins og honum er lagið.