Gylfi Helgason látinn
Gylfi Helgason skipstjóri, Hellisbraut 2 á Reykhólum (læknishúsinu gamla), varð bráðkvaddur að morgni nýliðins föstudags, sjötíu og tveggja ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ósk Jóhönnu Guðmundsdóttur (Hönnu) frá Gröf í Þorskafirði, og þrjú börn, Höllu Sigrúnu, Helga Frey og Unu Ólöfu, og fjögur barnabörn.
Gylfi fæddist að Hlíðarenda undir Öskjuhlíð í Reykjavík 30. október 1942. Hann kom til Reykhóla árið 1974 þegar Þörungavinnslan var í undirbúningi og fór að búa þar með fjölskyldu sinni árið 1977. Árið 1983 varð hann stýrimaður á Karlsey, flutningaskipi verksmiðjunnar, og síðan skipstjóri frá 1985 til starfsloka árið 2009 eða í nærfellt aldarfjórðung. Eftir það leysti hann öðru hverju af sem skipstjóri á Karlsey.
Þegar nær dregur verður hér á Reykhólavefnum greint frá minningarathöfn um Gylfa heitinn sem verður syðra og útför hans sem verður á Reykhólum.
Einar Örn Thorlacius fyrrv sveitarstjóri Reykhólahrepps, mnudagur 09 febrar kl: 20:56
Blessuð sé minning Gylfa Helgasonar.