Tenglar

19. ágúst 2011 |

HSS býður krökkum í UDN á íþróttamót

Mynd: Vefur HSS.
Mynd: Vefur HSS.

Héraðssamband Strandamanna (HSS) hefur boðið Ungmennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) að taka þátt í Barnamóti HSS sem haldið verður á Drangsnesi við Steingrímsfjörð á sunnudag. Mótið hefst kl. 14. Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi er meðal aðildarfélaga UDN.

 

     Flokkar og keppnisgreinar:

 

     8 ára og yngri - 60 m hlaup, boltakast og langstökk.

     9-10 ára - 60 m hlaup, boltakast og langstökk.

     11-12 ára - 60 m hlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk og hástökk.

 

Arnar Snæberg Jónsson, framkvæmdastjóri HSS, tekur við skráningum á mótið. Aðeins er tekið við skráningum í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is og helst þarf að skrá þátttöku fyrir klukkan 12 á hádegi á morgun, laugardag.

 

Eftir mótið verður öllum gestum boðið í grillaðar pylsur, drykk og tilheyrandi meðlæti. Hlökkum til að hitta sem flesta! segir Arnar Snæberg.

 

Héraðssamband Strandamanna

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30