29. júlí 2018 | Sveinn Ragnarsson
Hæfileikakeppnin var frábær
Um hæfileikakeppnina má segja að hæfileikarnir hafi verið því meiri, sem keppendur voru yngri. Það á að vísu bara við um það sem þátttakendur sýndu, en það var söngur og dans.
Í 1. sæti var Einar Valur Styrmisson sem söng sig inn í hjörtu áheyrenda með laginu „Við eigum hvorn annan að, eins og skefti og blað... “ Í 2. sæti var Bryndís Marí Ólafsdóttir sem söng acapella -án undirleiks- og í 3. sæti var Jasmin, sem einnig söng.
Öll atriðin voru verulega góð og hefur dómnefndinni verið vandi á höndum að raða keppendum í sæti.