Tenglar

16. janúar 2010 |

Hægara um vik að hittast yfir veturinn

Björn Samúelsson hjá Eyjasiglingu á Reykhólum við stýrið á báti sínum.
Björn Samúelsson hjá Eyjasiglingu á Reykhólum við stýrið á báti sínum.
Stjórnarfundur hjá Ferðamálasamtökum Vestfjarða er haldinn á Hólmavík í dag. Stjórn samtakanna skipar fólk úr öllum héruðum Vestfjarðakjálkans og heldur hún fundi minnst einu sinni í mánuði. Oftast eru það símafundir en með nýja veginum um Arnkötludal (Þröskulda) gefst stjórnarmönnum frekar tækifæri á að hittast yfir veturinn þar sem nú orðið er aðeins um tveggja og hálfs tíma akstur fyrir flesta að mæta. Á fundinum í dag verður einkum fjallað ásamt forstöðumanni Markaðsstofu Vestfjarða um áform í markaðsmálum fjórðungsins, um komandi aðalfund sem verður á Núpi í Dýrafirði í apríl og um nefndarvinnu vegna gönguleiða á Vestfjörðum.

 

Sigurður Atlason á Hólmavík er formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Aðrir í stjórn eru Áslaug S. Alfreðsdóttir á Ísafirði, Björn Samúelsson á Reykhólum, Ester Rut Unnsteinsdóttir í Súðavík, Keran Ólason í Breiðavík, Sigurður Arnfjörð á Núpi í Dýrafirði og Sævar Pálsson sem rekur Hótel Flókalund.

 

Fréttavefurinn strandir.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31