Tenglar

8. desember 2017 | Sveinn Ragnarsson

Hægt að bjóða í stól til styrktar góðu málefni

Ungur maður á Ísafirði, Atli Örn Snorrason á við alvarleg veikindi að stríða. Móðir hans er Jóna Kristín Kristinsdóttir frá Gufudal. Þessir tímar eru fjölskyldunni erfiðir í skugga veikindanna.

 

Atli greindist með illkynja æxli í heila s.l. sumar. Hann er nýkominn heim eftir erfiða geislameðferð í 6 – 7 vikur fyrir sunnan. Á meðan á því stóð þurfti hann að leigja þar íbúð og voru þær 3 skiptis hjá honum, Jóna mamma hans, tengdamóðir hans og kona hans hún Hrafnhildur. Eiga þau Atli 2 börn og það þriðja kemur eftir áramótin.

 

Á Ísafirði er komin í gang almenn söfnun þeim til styrktar.

 

Afi Atla, Kristinn Bergsveinsson á 30 kjaftastóla (klappstóla) sem hann afhenti Reykhólakirkju og Gufudalskirkju til afnota við fjölmennar athafnir. Nú gefst kostur á að bjóða í stólana og rennur allt andvirði þeirra til Atla og fjölskyldu hans, en kirkjurnar halda stólunum.

 

 

Þeir sem bjóða vel í stólana styrkja bæði fjölskylduna og kirkjurnar. Hægt er að greiða inn á reikning: 0315 – 26 – 003252, kt. 151185-2589, Atli Örn Snorrason.

Þetta er birt með fyrirfram þökk.

 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30