14. maí 2011 |
Hænsnakofi óskast!
Starfsfólkið á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum auglýsir eftir kofa eða smáhýsi sem nota mætti sem hænsnakofa fyrir kannski tíu-fimmtán púddur. Í fyrradag staðfesti hreppsnefnd samþykki skipulagsnefndar fyrir hænsnakofa við Barmahlíð. Þetta „hænsnabú“ er ekki ætlað til sérstakra búdrýginda fyrir mötuneytið heldur til yndisauka bæði fyrir starfsfólkið og þó miklu frekar fyrir heimilisfólkið í Barmahlíð.
Hugmyndin mun hafa kviknað á Eden-námskeiði sem starfsfólk í Barmahlíð sótti í vor eða í framhaldi af því. Hún var viðruð við góðar undirtektir á fyrsta íbúafundinum á heimilinu sem haldinn var fyrir mánuði.
Þeir sem geta liðsinnt í þessu máli eru beðnir að hafa samband við einhvern úr hópi starfsfólksins, svo sem Málfríði á Hríshóli, Ingvar kokk eða Þuríði hjúkrunarforstjóra, svo dæmi séu tekin.
Sjá einnig:
13.04.2011 Fyrsti íbúafundurinn í Barmahlíð var mjög jákvæður
29.04.2011 Eden-námskeið Barmahlíðar, Silfurtúns og Fellsenda
Gunnar Biering, laugardagur 18 jn kl: 18:09
Kofi fyrir 10 hænsn fæst hjá Ísbú búrekstrarvörum.
Mbk
Gunnar
571-3300
isbu.is