Tenglar

28. desember 2012 |

Hæstánægð með móttökurnar í héraðinu

Erna Ósk og Helgi Jón með Söru Dögg.
Erna Ósk og Helgi Jón með Söru Dögg.
1 af 11

Í sumar fluttist tæplega þriggja mánaða stúlka í Reykhólahrepp, nánar tiltekið í Gufudalssveitina gömlu. Litla stúlkan var þó ekki ein á ferð heldur var fjölskylda hennar að koma til búsetu í Gufudal. Foreldrar hennar eru nýju búendurnir þar, þau Erna Ósk Guðnadóttir og Helgi Jón Ólafsson. Sara Dögg Helgadóttir heitir stúlkan litla, fædd 9. mars.

 

Erna Ósk er tæplega þrítug en Helgi Jón liðlega fertugur. Alls eiga þau fimm börn.

 

„Fyrir áttum við sitt hvorn strákinn og svo eigum við þrjú börn saman. Fjögur barnanna okkar eru hérna hjá okkur en strákurinn hans Helga býr hjá mömmu sinni á Selfossi,“ segir Erna.

 

Þau Erna og Helgi komu frá Hvolsvelli og eiga engin tengsl við héraðið.

 

„Okkur langaði út í búskap og fórum að skoða jarðir. Á Suðurlandi eru allar jarðir svo óskaplega dýrar, þannig að við fórum að leita lengra. Þar á meðal skoðuðum við þessa jörð í fyrrasumar og leist vel á hana. Við athuguðum með verðið og létum slag standa.“

 

Aðspurð hvernig þeim líki búsetan hér vestra að fenginni sjö mánaða reynslu segir Erna:

 

„Við erum hæstánægð. Okkur líkar alveg rosalega vel hérna. Allir hafa tekið óskaplega vel á móti okkur.“

 

Helgi Jón kom vestur 15. maí í vor en síðan kom fjölskyldan 2. júní. Bústofninn hjá þeim er tæplega 400 fjár og fimmtán hross.

 

Elstur barnanna fimm er Sigþór Helgason, 15 ára gamall, og síðan kemur Ingimundur Mikael Ingimundarson, 13 ára. Börnin sem þau Erna og Helgi eiga saman eru Ólafur Guðni, 8 ára, Matthías Jökull, 5 ára, og áðurnefnd Sara Dögg.

 

Allar myndirnar af nýju fjölskyldunni í Reykhólahreppi sem hér fylgja eru teknar í Gufudal, ýmist inni, úti eða í fjárhúsinu.

 

Athugasemdir

Ingi Bergþór Jónasson, fstudagur 01 mars kl: 14:37

Erna er afkomandi Sigurðar "réttláta " jónssonar Gilsfjarðar-Múla ,það er smá tenging !

Bert Segier, fimmtudagur 19 jn kl: 15:34

Hello,

Please forgive me not to speak Icelandic (yet) ! :-) I hope you speak English.

To make a long story short: I read about Erna and Helgi looking for a help at their sheep farm on a website. They are looking for somebody abroad who is interested in the Icelandic culture and in helping at the sheep farm with them.

I am a Belgian boy, 27 years young, and very, very interested in this possible opportunity!

I could not contact Erna and Helgi via the website, so I really really really hope you could help me to get me in touch with them. Would you maybe have their e-mail address?

It would be a dream come true, and I would never forgive myself not to have written them a message!

I sincerely hope you could help me to get in touch with Erna and Helgi?

My e-mail address is bert.segier@gmail.com


Kind regards,

Bert from Belgium

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31