Hæstiréttur: Vegur ekki lagður um Teigsskóg
Málið á sér langa forsögu. Fylgjendur þess að önnur leið yrði valin en í gegnum skóginn bentu á að hann nyti sérstöðu á Vestfjörðum og landinu í heild en andstæðingar þess létu hafa eftir sér að „birkihríslur" væru „meira metnar en mannslíf".
Eftir töluverðar deilur samþykkti þáverandi umhverfisráðherra að leið B í 2. áfanga yrði farin, þar sem vegastæðið liggur um Teigsskóg í Þorskafirði, enda væri það óumdeilt að leið um Teigsskóg væri betri kostur en aðrar leiðir á milli Bjarkalundar og Eyrar í Reykhólahreppi. Skipulagsstofnun lagðist árið 2006 gegn því, að Vestfjarðavegur yrði lagður samkvæmt tillögu B á leiðinni frá Bjarkalundi til Eyrar. Nýja veginum er ætlað að bæta samgöngur annars vegar innan Reykhólahrepps og hins vegar frá Hringvegi til og frá Vestur-Barðastrandarsýslu og norðanverðra Vestfjarða.
Jónína Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, felldi hins vegar úrskurð Skipulagsstofnunar úr gildi og féllst á tillögu Vegagerðarinnar um að fara með veginn um Teigsskóg með tilteknum skilyrðum. Landeigendur og náttúruverndarfélög töldu að slík vegagerð myndi hafa í för með sér gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll í nær ósnortnu umhverfi og höfðuðu því mál til að fá úrskurð ráðherra ógiltan. Vegagerðin skaut málinu til Hæstaréttar í desember síðastliðnum.
Ingi B Jónasson, rijudagur 27 oktber kl: 13:51
Eftir þessa niðurstöðu væri ekki rétt að Reykhólahreppur ásamt öllum hreppum vestur sýslunnar legðust á eitt um að fá góðar lagfæringar á Hjallahálsi og nýjann veg framhjá Ódrjúgshálsi of yfir Gufufjörð á Melanes. Þetta yrði mikið ódírara og gæti komið til framkvæmda á allra næstu árum síðan mætti leggja áherslu á að lagfæring á Hjallahálsi v´ri aðeins til bráðabyrgða og framtíðarlausn væri göng þegar aðstæður væru berti hjá þjóðfélaginu .Málið er að allt verður óbreitt næstu 6-10 árin eð hóflegar lagfærimgar á næsta ári