5. apríl 2011 |
Hætt við niðurskurð á Dvalarheimilinu Barmahlíð
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á Ísafirði í dag, að starfsemi Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum verði varin og dvalarrýmum ekki fækkað, eins og áður hafði verið ákveðið. Þetta er eitt af sextán verkefnum varðandi verndun og eflingu byggðar og atvinnusköpun á Vestfjörðum, sem ríkisstjórnin samþykkti á þessum fundi, sem hófst kl. 14. Fyrir hádegi hélt ríkisstjórnin fund með vestfirsku sveitarstjórnarfólki. Auk þess kynntu ráðherrarnir sér starfsemi mennta-, atvinnuþróunar- og rannsóknastofnana.
Hér má lesa í heild tilkynningu forsætisráðuneytisins um eflingu atvinnu og byggðar á Vestfjörðum.
Einar Örn Thorlacius, fyrrv.sveitarstjóri, mivikudagur 06 aprl kl: 08:14
Til hamingju með þetta íbúar Reykhólahrepps!