Tenglar

8. september 2015 |

Hætta búskap og flytjast norður í land

Kveðjugjafirnar sem Begga fékk frá leikskólabörnunum og mæðrum þeirra.
Kveðjugjafirnar sem Begga fékk frá leikskólabörnunum og mæðrum þeirra.
1 af 2

„Á laugardagsmorguninn var bankað upp á hjá mér og fyrir utan var hópur af leikskólabörnum (sem hafa verið hjá mér á Hólabæ) og mæðrum þeirra. Þau voru svo yndisleg að færa mér kveðjugjafir - fallega minningabók, kort og gullhjarta sem ég mun bera um hálsinn og hugsa til þeirra. Ástarkveðjur til ykkar allra sem stóðu að þessu.“

 

Þannig komst Bergljót Bjarnadóttir á Reykhólum (Begga) að orði á Facebooksíðu sinni í gær. Hún hefur starfað við Reykhólaskóla í tuttugu ár en um næstu mánaðamót flytjast þau hjónin Begga og Jónas Samúelsson á Sauðárkrók.

 

„Við erum að hætta búskap og förum þegar búið er að smala,“ segir hún, en þau hjónin hafa um langan aldur verið með sauðfjárbú í fjárhúsum Tilraunastöðvarinnar gömlu á Reykhólum. Sá búskapur leggst hins vegar ekki af við brottför þeirra, því að Birgitta dóttir þeirra og Bergur Þrastarson tengdasonur þeirra taka við. Þau Birgitta og Bergur ætla samt ekki að flytjast á Reykhóla fyrr en næsta sumar, en þá munu þau setjast að í húsi Jónasar og Beggu við Hellisbrautina. Í vetur ætla þau að hafa ráðsmann á Reykhólum til að annast féð.

 

En ekki nóg með heimsóknina ljúfu á laugardagsmorgun, því að fyrir stuttu var Beggu haldið kveðjuhóf í skólanum. „Hrærð og glöð eftir yndislega kvöldstund með samstarfsfólki mínu,“ sagði hún á Facebook af því tilefni.

 

Begga byrjaði starfsferilinn í Reykhólaskóla á sínum tíma í leikskólanum, fór síðan til starfa í grunnskólanum og svo aftur í leikskólann og var þar síðast hópstjóri yngri deildar. Jónas eiginmaður hennar er frá Höllustöðum, rétt utan við Reykhóla. Þau hafa búið allan sinn búskap á Reykhólum eða allt frá 1969, meira en hálfan fimmta áratug.

 

Eins og vænta má hefur Begga fengið fjöldamargar hlýjar kveðjur og árnaðaróskir á Facebooksíðu sinni.

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, rijudagur 08 september kl: 14:48

Kær kveðja til ykkar!

Bjarni Ólafsson, mivikudagur 09 september kl: 09:17

Bestu kveðjur til ykkar beggja og gangi ykkur allt í haginn á Skagfirska efnahagssvæðinu.
Sakna þess að sjá ykkur ekkí réttunum.

Jóna Valgerður í Mýrartungu, fimmtudagur 10 september kl: 11:56

Kærar kveðjur til ykkar beggja fyrir góða viðkynningu og Jónasi þakka ég sérstaklega fyrir ómetanlega hjálp við sauðfjárbúskap okkar Guðmundar á sínum tíma.
Hafið það sem allra best á nýjum slóðum.

Ingi B Jónasson, mnudagur 14 september kl: 16:09

gangi ykkur sem best í nýjum heimkinnum

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31