Tenglar

1. janúar 2016 |

Hættur fréttaskrifum

Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti árið 2007. Nánar í meginmáli.
Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti árið 2007. Nánar í meginmáli.
1 af 2

Jón G. Guðjónsson, veðurathuganamaðurinn þjóðkunni í Litlu-Ávík á Ströndum, sem allt frá 2003 hefur haldið úti öflugum og fjölsóttum fréttavef undir heitinu Litlihjalli, fréttir frá Árneshreppi, hætti því núna um áramótin. Í síðustu skrifum sínum á vefinn í gær segir Jón Guðbjörn meðal annars:

 

Góðir lesendur nær og fjær, vefsíðan Litlihjalli sendir nú í síðasta sinn hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna, með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma.

 

Jón Guðbjörn boðaði þetta á Þorláksmessu og sagði þá meðal annars:

 

Ég vil byrja á að þakka tölvu- og netþjónustufyrirtækinu Snerpu fyrir frábæra þjónustu frá byrjun. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem hafa auglýst á vefnum og sérstaklega Hótel Djúpavík sem var fljótlega með auglýsingu á vefnum og þeim hjá Rjómabúinu Erpsstöðum sem hafa verið í nokkur ár með eina stærstu auglýsinguna. Öllum hinum vil ég þakka kærlega fyrir. Enn fremur eru sveitarfélaginu Árneshreppi þakkaðar styrkveitingar til vefsins í gegnum árin. En auglýsingar á vefnum hafa ekki dugað fyrir þessum föstu gjöldum af vefnum né aðrir styrkir og vefurinn hefur verið rekinn með tapi öll árin. En ekki síst af öllu vil ég sem vefstjóri þakka öllum lesendunum sem tóku þessum vef mjög vel frá byrjun og hafa fylgst vel með og fögnuðu þessum vef á sínum tíma. En nú ætla ég að hætta, kæru vinir.

 

Fyrri myndin sem hér fylgir er frá 2007. Þar er Jón Guðbjörn að senda veðurskeyti í rafmagnsleysi í fjögurra stiga hita (inni, sami hiti og í kæliskápnum) „og tölvan rétt drullaðist áfram við að senda skeytið“ eins og hann komst að orði. Rafmagnið kom frá ljósavél.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31