Tenglar

11. maí 2021 | Sveinn Ragnarsson

Hættustig vegna eldhættu í þurrum gróðri

mynd, Skessuhorn.is
mynd, Skessuhorn.is

Orðsending frá slökkviliðsstjóra


Hér fyrir neðan er tilkynningin frá almannavörnum varðandi hættustigið. Þetta á einnig við svæði Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda sem snýr að Breiðafirði ásamt eyjunum.

 

Það kemur meðal annars fram að öll meðferð opins elds er bönnuð. Það á við um allt frá sinubruna, brennum og varðeldum eða litlum einnota grillum en einnig við um alla heita vinnu með gaseld, slípurokka og annað sem gefur af sér eld eða neista.

 

Einnig þarf að fara varlega með alla aðra hitagjafa frá ýmsum vélum svo sem dráttarvélum, sláttuorfum og jafnvel bílum.

 

 https://www.almannavarnir.is/frettir/haettustig-vegna-haettu-a-grodureldum/

 

Kveðja

Ívar Örn Þórðarson

Slökkviliðsstjóri Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda.

Sími 8551658

 

 

 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31