Hættustigi lokið
Rýmingu hefur verið aflétt í Bolungarvík og á Ísafirði og mega íbúar snúa til heimila sinna. Rýmingin nær til þéttbýlis og bæja í dreifbýli. Enn er þó viðbúnaðarstig á Norðanverðum Vestfjörðum og Veðurstofan og lögreglan fylgjast vel með gangi mála. Snjóaeftirlitsmenn og starfmenn Vegagerðarinnar hafa staðfest að þó nokkur snjóflóð féllu í gærkveldi og nótt og sum hver á þeim stöðum þar sem rýmt var þó ekkert flóðanna næði til íbúðarbyggðar.
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum
Hér fylgir stuttur útdráttur um fallin flóð en enn á eftir að fá staðfestingar á fleiri flóðum.
„Miðvikudagur 4. mars
07:10 Í Súðavíkurhlíð eru snjóflóð úr flestum farvegum hlíðinni. Þau eru öll orðin veðurbarinn og telur vegagerðin að þau hafi fallið snemma í veðrinu. Flóð úr Djúpagili var mjög breitt en ekki mjög þykkt. Snjóflóð voru í Óshlíð, undir"Skriðum" í Kálfadal, úr giljum 5, 8, 14, 15. Flóð yfir vegskálann í Hvanná náði útaf vegskálanum beggja vegna og er það óvanalegt.
Vegagerðin hafði frétt af flóði utan Kirkjubæjar sem fallið var í að þriðjudagskvöldið 3. mars.
Engin frekari flóð voru í Eyrarhlíðinni þegar hún var opnuð seinnipart 3. mars.
Milli Hvilftar og Eyrar var um 100 m breitt snjóflóð á Flateyrarvegi og leit það út fyrir að ver nýlegt.
Snjóflóð var í Bjarnardal í Önundarfirði. Þar var skemmt vegrið og grjótburður á veginum en ummerki snjóflóðsins ekki lengur sýnileg.
Flóð voru í Mjóafirði, í Botnshlíð og er það sjaldgæft að snjóflóð falli þar.
Snjóflóð var í austanverðum Ísafirði í Djúpinu, það heitir einnig Eyrarhlíð utan Hestakleifar, og er það þekktur snjóflóðastaður."
Kristín Völundardóttir
sýslumaður á Ísafirði/lögreglustjóri Vestfjarða