Tenglar

29. desember 2014 |

Hafa umsjón með eldsneytissölu eitthvað áfram

Ferðalangar sem komu við og tóku bensín. Mynd frá sumrinu 2011.
Ferðalangar sem komu við og tóku bensín. Mynd frá sumrinu 2011.

„Fulltrúar Kaupfélags Steingrímsfjarðar skoðuðu nú í desember þann möguleika að reka hér útibú eftir áramót, en gáfu afsvar núna á laugardaginn. Þar með er lokið tilraunum okkar til að selja reksturinn og lokun blasir við,“ segir Eyvindur Svanur Magnússon, kaupmaður í Hólakaupum á Reykhólum.

 

„Við Ólafía viljum þakka viðskiptavinum okkar í gegnum tíðina, einnig því starfsfólki sem starfað hefur með okkur. Við vonum að búð verði opnuð hér á ný. Þess má geta að við höfum áfram umsjón með eldsneytisafgreiðslu að minnsta kosti fram eftir vetri og að N1 hefur fullan hug á að vera hér með afgreiðslu áfram,“ segir Eyvindur.

          

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31