Tenglar

12. október 2021 | Sveinn Ragnarsson

Hafliði Aðalsteinsson fær viðurkenningu

Hafliði Aðalsteinsson við bátinn Sindra, mynd af vef Bátasafns
Hafliði Aðalsteinsson við bátinn Sindra, mynd af vef Bátasafns
1 af 2

Þann 11. október 2021, veitti Samband íslenskra sjóminjasafna þremur valinkunnum mönnum viðurkenningu fyrir farsæl störf á sviði sjó- og strandminja um áratuga skeið.

 

Þetta eru Hafliði Aðalsteinsson, formaður Báta- og hlunnindasýningarinnar, Geir Hólm, fyrrum safnstjóri Sjóminjasafns Austurlands og Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður. Þessir menn hafa starfað hver á sínu sviði en allir skilað sérlega drjúgu og merku lífsverki.

 

Hafliði fæddist 24. mars 1949 í Hvallátrum á Breiðafirði. Hann lærði hjá föður sínum Aðalsteini Eyjólfi Aðalsteinssyni sem rak skipasmíðastöði í Hvallátrum. Síðan stundaði hann nám við Iðnskólann í Reykjavík, tók sveinspróf í skipa- og bátasmíði 1970 og í húsasmíði 1989. Hann hefur meistarabréf í skipasmíði.

 

Hafliði hefur unnið að iðnum sínum og rak einnig verktakafyrirtæki með mági sínum í Búðardal  um tíma. Hann rak skipasmíðastöð í Kópavogi í kringum 1980 og smíðaði þar nokkra báta.

 

Hafliði er stofnfélagi í Félagi áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum árið 2006, varformaður frá upphafi og tók við sem formaður árið 2009 og hefur verið það síðan. Félagið byggir á gjöf föður hans, sem gaf öll sín tæki og þrjá báta til stofnunar félagsins. Hafliði var stofnfélagi í Báta- og hlunnindasýningunni ehf á Reykhólum árið 2012 og hefur verið formaður félagsins frá upphafi. Sjá  www.batasmidi.is 

 

Hafliði hefur verið óþreytandi í að efla þekkingu á skipasmíðum og hefur haldið fjölda námskeiða, í skipasmíði,  í samvinnu við IÐUNA fræðslusetur, m.a. í Reykjavík og á Reykhólum, Siglufirði, Akureyri o.v. Einnig hefur hann unnið að endurgerð ýmissa báta undanfarin ár.

 

Hafliði er kvæntur Jófríði Benediktsdóttur, kjóla- og klæðskerameistara og eiga þau tvær dætur. Þau hjónin voru útnefnd heiðursiðnaðarmenn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík árið 2020.

 

Athugasemdir

Gunnar Sveinsson, rijudagur 12 oktber kl: 18:07

Hann Hafliði úr Hvallátrum á svo sannarlega skilið þessa viðurkenningu. Hann hefur verið ótrúlega ötull að koma þekkingu um smíði og endurgerð þessara breiðfirsku báta til framtíðar. Hann á heiður skilið.
Ég hef komið nokkrum sinnum í Hvallátur og séð smíðaskemmu Aðalsteins. Það er ævintýri líkast að sjá þetta umhverfi gamalla báta, ómetanlega tóla og tækja til bátasmíði og viðgerða sem eru orðin aldagömul. Þessa smiðju þarf að varðveita og huga að öllum þessum ómetanlegu gersemum sem þar er að finna. Vonast til að Samband íslenskra sjóminjasafna hugi að þessu sem fyrst.

Flateyjarkveðjur
Gunnar Sveinsson
Eyjólfshúsi, Flatey

Tryggvi, laugardagur 16 oktber kl: 00:27

Slepjan drýpur af hverju kalstrái í Eyjólfshúsi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31