Hafliði smíðar breiðfirskan bát í Noregi
Óskað hefur verið eftir því að breiðfirski skipasmíðameistarinn Hafliði Aðalsteinsson, formaður Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR), komi til Noregs og smíði þar dæmigerðan breiðfirskan bát. Þetta yrði fjögurra manna far líkt og Vinfastur, sem félagsmenn smíðuðu á Reykhólum á sínum tíma og fór í sína fyrstu sjóferð sumarið 2008. Menningarráð Noregs hefur veitt styrk til þessa verkefnis.
Meira um þetta hér á vef FÁBBR.
Á fyrstu myndinni sem hér fylgir er Vinfastur að leggja upp í sína fyrstu sjóferð frá Staðarhöfn 7. júní 2008. Aðalsteinn Valdimarsson ýtir úr vör en í bátnum eru þeir Hafliði Aðalsteinsson og Eggert Björnsson. Mynd nr. 2 var tekin á liðnu hausti þegar tveir nýir - gamlir! - bátar bættust í safnið á Reykhólum.
Vinfastur: Lentu í sjónum í reynslusiglingunni
Myndasyrpa frá fyrstu sjóferð Vinfasts
Leiðarvísir um endursmíðina á Staðarskektunni