Hafliði smíðar súðbyrðing í Noregi
Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari og formaður Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum, hefur frá því um miðjan ágúst unnið að því að smíða súðbyrðing í Noregi, hjá http://kystensarv.no/islandsk-batbygger-i-aksjon. Verkefnið var að smíða dæmigerðan breiðfirskan súðbyrðing.
Hafliði mældi og teiknaði upp Sendling sem Ólafur Bergsveinsson langafi hans smíðaði fyrir um 130 árum.
Byrjað var 13. ág. og nú á að sjósetja bátinn á morgun á sérstökum Íslands degi.
Myndir af smíðinni má sjá á heimasíðu Bátasafns Breiðafjarðar, http://batasmidi.is/photoalbums/283972/
Á Íslandsdeginum á morgun mun Jófríður Benediktsdóttir eiginkona Hafliða einnig sýna Íslenska þjóðbúninginn en hún er kjóla- og klæðskerameistari og með BA í listfræði frá HÍ.
Frekari upplýsingar er að finna hér: https://kystensarv.no/islandsk-dag
Hér er um að ræða einstakan viðburð við að kynna íslenskt handbragð erlendis.