Hagræðing í Hólabúð
Í rekstri Hólabúðar á Reykhólum er verið að gera áherslubreytingar, sem leiða til lægra vöruverðs. Þessi lækkun hefur nú þegar átt sér stað í ýmsum vöruflokkum og fleiri munu bætast við smátt og smátt, segir í tilkynningu frá Reyni Þór Róbertssyni og Ásu Fossdal, sem reka búðina.
- Við vonum að þessar breytingar komi til góða fyrir alla aðila, en jafnan er súrt með sætu. Til að þetta sé gerlegt munu aðrar breytingar eiga sér stað.
- Þannig mun 50% afsláttur á nammibar á laugardögum hætta, auk þess sem við verðum að skera niður styrkveitingar til ýmissa málefna.
- Það er okkar trú að fljótlega muni viðskiptavinir okkar sjá í innkaupum sínum töluverða lækkun á vöruverði og við vonum að flestir séu sáttir við þessar breytingar.
Kær kveðja, með vinsemd og virðingu,
Reynir og Ása, Hólabúð.
Sólrún Ósk Gestsdóttir, fstudagur 28 oktber kl: 14:09
Til hamingju snillingar.
Þið eruð best.