Tenglar

28. október 2016 | Umsjón

Hagræðing í Hólabúð

Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson.
Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson.

Í rekstri Hólabúðar á Reykhólum er verið að gera áherslubreytingar, sem leiða til lægra vöruverðs. Þessi lækkun hefur nú þegar átt sér stað í ýmsum vöruflokkum og fleiri munu bætast við smátt og smátt, segir í tilkynningu frá Reyni Þór Róbertssyni og Ásu Fossdal, sem reka búðina.

  • Við vonum að þessar breytingar komi til góða fyrir alla aðila, en jafnan er súrt með sætu. Til að þetta sé gerlegt munu aðrar breytingar eiga sér stað.
  • Þannig mun 50% afsláttur á nammibar á laugardögum hætta, auk þess sem við verðum að skera niður styrkveitingar til ýmissa málefna.
  • Það er okkar trú að fljótlega muni viðskiptavinir okkar sjá í innkaupum sínum töluverða lækkun á vöruverði og við vonum að flestir séu sáttir við þessar breytingar. 

Kær kveðja, með vinsemd og virðingu,

Reynir og Ása, Hólabúð.

 

Athugasemdir

Sólrún Ósk Gestsdóttir, fstudagur 28 oktber kl: 14:09

Til hamingju snillingar.
Þið eruð best.

Anna Ólafsdóttir, fstudagur 28 oktber kl: 16:07

Þetta hljómar sem besta tónlist í mínum eyrum þó ég hafi einungis komið í þessa dásemdar verslun tvisvar sinnum á ferðalagi, í minni þorpsbúð er "sælgætisbarinn" farinn! Ég sakna hans ekkert og börnin á heimilinu eru gæðameðvituð og velja sér eitt gott súkkulaði þegar það er í boði í staðin fyrir gúmíorma og annað gegnulitað ættarmót E-efna. Til hamiingju ég trúi því og treysti að þetta gleðji fasta viðskiptavini ykkar sem og okkur hin sem kíkjum við á leið okkar um fallegasta hluta landsins, kær kveðja frá Fáskrúðsfirði

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30