Tenglar

20. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Hagur að vera í Félagi eldri borgara

Króksfjarðarnes. Ljósm. Árni Geirsson.
Króksfjarðarnes. Ljósm. Árni Geirsson.

Allir sem náð hafa 60 ára aldri eru gjaldgengir í Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á morgun, fimmtudag, og hefst kl. 13.30. Auk hinna „venjulegu aðalfundarstarfa“ verða þar kaffiveitingar, spjall og gamanmál.

 

Stjórn félagsins hvetur nýja félaga til að koma á fundinn.

 

Þess má geta, að félagsfólk fær mismunandi mikinn afslátt af viðskiptum hjá nokkur hundruð verslunum og þjónustufyrirtækjum um land allt. Algengt er að afslátturinn sé 10-20% en hann getur verið bæði minni og meiri en það.

 

Árgjald í félaginu er 1.500 krónur (125 krónur á mánuði eða fjórar krónur á dag). Auk afsláttanna fá félagsmenn endurgjaldslaust tímaritið Listin að lifa, sem kemur út tvisvar á ári.

 

Stjórn Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi skipa Þrúður Kristjánsdóttir, Búðardal, formaður, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrartungu II í Reykhólahreppi, Björk Bárðardóttir á Reykhólum og Guðbrandur Þórðarson í Búðardal. Jóna Valgerður, sem er fyrrv. alþingismaður og var síðar sveitarstjóri Reykhólahrepps, er jafnframt formaður Landssambands eldri borgara.

 

Vinsamlegast látið þetta berast til fólks sem e.t.v. veit ekki um aldursmörkin (60 ár) eða þann hag sem félagsfólki stendur til boða.

 

Sjá einnig:

01.02.2013 Félag eldri borgara: Starfið fram á vor

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31