14. nóvember 2009 |
Háhraðanet í dreifðar byggðir Reykhólahrepps
Sala háhraðanettenginga í dreifbýli í Reykhólahreppi og víðar á Vestfjörðum og í hluta Dalabyggðar hófst í byrjun vikunnar. Alls er hér um að ræða 175 staði í Reykhólahreppi, Strandabyggð, Súðavíkurhreppi, Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi og Dalabyggð. Í Reykhólahreppi eiga hér í hlut 37 býli og heimili ásamt Hótel Bjarkalundi. Auk símstöðvanna á Leysingjastöðum og Máskeldu í Dalabyggð verður settur upp ADSL-búnaður í símstöðina í Króksfjarðarnesi. Einnig verða víða settir upp 3G-sendar á þessum svæðum.
Þetta kemur fram á vef Fjarskiptasjóðs.