27. nóvember 2009 |
Háhraðanetið í Trékyllisvík komið í eðlilegt horf
Háhraðanetsambandið sem komið var upp í Árneshreppi á Ströndum fyrir skömmu komst í gott lag eftir að nýja stöðin í Trékyllisvík var stækkuð í gær. Frá þessu greinir Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík, sem heldur úti fréttavefnum Litla-Hjalla. Eins og fram hefur komið voru einungis vandræði með stöðina í Trékyllisvík af þeim sjö sem settar voru upp á Ströndum. Sala á tengingum á þessu svæði var meiri en reiknað var með og stöðin annaði ekki álaginu.
Meira um þetta hér á Litla-Hjalla.