11. ágúst 2009 |
Háhraðanettengingar fyrir alla landsmenn eftir rúmt ár
Allir landsmenn sem þess óska munu hafa aðgang að háhraðanettengingum í nóvember á næsta ári. Um 1.700 staðir á landinu eru enn án háhraðatengingar en um 500 þeirra munu eiga kost á tengingu í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram í svari Kristjáns L. Möller samgönguráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um uppbyggingu fjarskipta á landsbyggðinni.
Fjarskiptasjóður og Síminn undirrituðu í febrúar samning um uppbyggingu á háhraðanettengingum til þeirra rúmlega 1.700 staða sem samkvæmt upplýsingum sjóðsins hafa ekki aðgang að slíkri þjónustu á markaðslegum forsendum. Uppbygging er hafin og gerir verkáætlun ráð fyrir að um 500 staðir muni eiga kost á tengingu núna í lok ágúst.