Tenglar

26. nóvember 2008 |

Háhraðanettengingar í dreifbýli frestast

Tilboð sem bárust í útboði háhraðanetsambands á landsbyggðinni voru opnuð í byrjun september en nú hefur verið ákveðið að framlengja gildistíma útboðsins til 20. janúar. Ástæðan er það ástand sem nú ríkir í efnahagsmálum. Vonir eru sagðar standa til þess að samningar um framkvæmd verkefnisins megi takast áður en hinn framlengdi gildistími tilboðanna rennur út. Hins vegar er ljóst, að því mun seinka vegna þessarar tafar.

 

Þetta kemur fram á vef samgönguráðuneytisins.

 

Markmiðið með útboðinu er að veita öllum landsmönnum sem þess óska aðgang að háhraðanettengingu. Verkefnið snýst um uppbyggingu á háhraðanetsþjónustu á svæðum sem markaðsaðilar hafa ekki boðið slíkar tengingar eða munu ekki bjóða þær á markaðslegum forsendum. Útboðið felur í sér stuðning Fjarskiptasjóðs við uppbyggingu á háhraðanettengingum á skilgreindum stöðum samkvæmt útboðinu, en það eru lögheimili með heilsársbúsetu eða fyrirtæki með starfsemi allt árið þar sem háhraðnettengingar eru ekki fyrir hendi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31