Tenglar

13. desember 2008 |

Háhraðatengingar í dreifbýli væntanlega slegnar af

Dreifbýlisfólk verður enn um sinn að sætta sig við úrelta tækni.
Dreifbýlisfólk verður enn um sinn að sætta sig við úrelta tækni.

Svo virðist sem hinn gríðarlegi niðurskurður sem gert er ráð fyrir í tillögum til breytinga á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 snerti íbúa Reykhólahrepps lítið með beinum hætti nema í einu tilviki. Gert var ráð fyrir 410 milljón króna framlagi til Fjarskiptasjóðs auk 90 milljón króna sértekna á næsta ári. Samkvæmt tillögunum fellur þessi liður niður, „þannig að líklega er úti um háhraðanettengingar í dreifbýlinu, ef rétt er skilið", segir Jón Jónsson á Kirkjubóli á Strandavefnum. Hugsanlegt er jafnframt að fyrirhuguð lækkun á framlagi til niðurgreiðslu á upphitun íbúðarhúsnæðis geti haft einhver áhrif.

 

Lagðar eru til breytingar varðandi fjárframlög til einnar stofnunar í Reykhólahreppi. Það er ein af sárafáum undantekningum frá þeirri meginreglu, að framlög lækki frá því sem gert var ráð fyrir í upphaflegu frumvarpi í október. Lagt er til að framlag vegna hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum hækki úr 97 milljónum í 97,9 milljónir en framlag vegna dvalarrýma lækki úr 6,4 milljónum í 6,1 milljón. Hækkun samtals umfram lækkun á þessum liðum er því 600 þúsund krónur.

 

Breytingatillögurnar má lesa hér en umsagnir þingnefnda ásamt skýringum við einstaka liði breytingatillagnanna má lesa hér (pfd-skjöl).

 

Þess ber að geta, að breytingartillögurnar hafa ekki enn farið gegnum þriðju umræðu á Alþingi og má e.t.v. búast við einhverjum breytingum á þeim, þó væntanlega smávægilegum, áður en fjárlög fyrir næsta ár verða afgreidd.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31