29. júlí 2012 |
Háhyrningar í essinu sínu við Flatey
„Við vorum að koma til Flateyjar og þegar við komum í Hafnarsundið sáum við að mikið af fólkinu í eynni var að horfa á eitthvað úti í sjónum,“ segir Björn Samúelsson hjá Eyjasiglingu. Hann sendi vefnum jafnframt tengil á meðfylgjandi myndskeið, sem Jón Þór Sturluson í Byggðarenda í Flatey tók og setti inn á YouTube. „Þetta voru fimm háhyrningar, þar af tveir tarfar, sem voru að ná sér í makríl. Líka tóku þeir sel og hentu honum upp í loftið eins og sést í myndskeiðinu, hann var vankaður á eftir. Hvalirnir fóru síðan úr Hafnarsundinu og inn á Flateyjarsund,“ segir Björn.
Smellið hér til að horfa á myndskeiðið.