Tenglar

10. nóvember 2011 |

Hálsaleiðin úr sögunni og Teigsskógarleiðin líka

Ráðherra á opnum fundi í Bjarkalundi 19. september.
Ráðherra á opnum fundi í Bjarkalundi 19. september.

Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála segir að ekki verði farin svokölluð Hálsaleið yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls í Gufudalssveit, sem boðuð var í haust, enda séu heimamenn mótfallnir henni. Einnig segir hann að lagning vegar um Teigsskóg við Þorskafjörð sé ekki á borðinu. Það myndi skapa áframhaldandi deilur og málsóknir sem líklegt sé að tapist fyrir dómstólum. Þetta kom fram á Alþingi í gær í sérstakri umræðu um málið að frumkvæði Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur, varaþingmanns í NV-kjördæmi og oddvita Tálknafjarðarhrepps.

 

Eyrún Ingibjörg sagði láglendisleið einu boðlegu lausnina á vanda suðursvæðis Vestfjarða í vegamálum. Jafnframt benti hún á að þéttbýlisstaðirnir á sunnanverðum Vestfjörðum væru þeir einu á landinu þar sem þjóðvegir til þeirra væru ekki lagðir bundnu slitlagi. Jafnframt spurði hún ráðherra hvort hann mundi beita sér fyrir því að láglendisleið yrði valin.

 

Ögmundur sagði alla kosti láglendisleiðar vera til skoðunar hjá Vegagerðinni, að undanskildum vegi um Teigsskóg. Ráðherra nefndi þrjár leiðir: Jarðgöng gegnum Hjallaháls, þverun Þorskafjarðar utan við Teigsskóg og veg út Reykjanesið og yfir mynni Þorskafjarðar frá Stað og Árbæ yfir á Skálanes. Síðastnefnda leiðin kostar um þrettán milljarða að sögn ráðherra en hann vill halda öllum möguleikum opnum.

 

Kristján L. Möller fyrrverandi samgönguráðherra kvaðst í sinni ráðherratíð hafa átt marga samráðsfundi með heimamönnum. Hann hefði sannfærst um að eina færa leiðin til að leggja láglendisveg um Gufudalssveit væri svokölluð B-leið um Teigsskóg.

  

26.10.2011  Sveitarstjórn Reykhólahrepps vill format umhverfisáhrifa leiðar A

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30