Tenglar

22. júní 2018 | Sveinn Ragnarsson

Halti Billi í Búðardal 23. júní

Leiksýning í Búðardal laugardagskvöld

Leikritið Halti Billi eftir Martin McDonaugh í uppsetningu Leikfélags Hólmavíkur í leikstjórn Skúla Gautasonar verður sýnt í Dalabúð í Búðardal laugardagskvöldið 23. júní kl. 20. 

 

Martin McDonagh er margverðlaunaður handritshöfundur og leikstjóri, maðurinn á bak við kvikmyndirnar In Bruges, Seven Phychopaths og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. McDonagh hefur hlotið ein Óskarsverðlaun og fjórar tilnefningar, Golden Globe verðlaun og fjölda BAFTA verðlauna. Leikfélag Hólmavíkur er svo heppið að fá tækifæri til að takast á við eitt af hans fyrstu verkum, með aðstoð Skúla Gautasonar leikstjóra.

 

McDonagh er þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlutunum. Hann tekst á við erfið og átakanleg málefni í verkum sínum og notar til þess sterkar persónur sem oft hafa óviðeigandi skoðanir, ljótan talanda og tilhneigingu til að beita ofbeldi. Allt þetta gerir hann með því að beita húmor af einstakri lagni.

 

Halti Billi gerist á Írlandi, eins og flest verka McDonagh. Sagan á sér stað í Inishman á Araneyjum árið 1934, einmitt þegar tökulið frá Hollywood er við störf á nærliggjandi eyju. Viðburður sem þessi hefur vissulega mikil áhrif á smábæjarlífið og margir sjá fyrir sér að núsé tækifærið til að flýja fátækt, slúður og almenn leiðindi. Billi er þar engin undantekning en þó er hann bæði munaðarlaus og fatlaður og því ekki beint það sem Hollywood leitar að, eða hvað?

 

Leikverkið er því frábær spegill á smábæjarlífið og fámennið sem við könnumst svo vel við. Sýningin er ekki við hæfi ungra barna.

Leikritið verður einnig sýnt í Trékyllisvík í Árneshreppi sunnudagskvöldið 24. júní kl. 20.

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31