Tenglar

28. júní 2011 |

Hamingjudagar á Hólmavík - viðburðir við allra hæfi

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður í orði kveðnu dagana 1.-3. júlí (föstudag til sunnudags) en raunar hefst hún í kvöld með námskeiði í hláturjóga og dagskrá verður síðan á hverjum degi. Þar verður urmull viðburða af nánast öllu tagi sem henta ekki aðeins heimafólki heldur gestum ekki síður. „Hamingjudagar eru ekki bara skemmtileg bæjarhátíð með afþreyingu við allra hæfi. Þeir eru líka góð ástæða fyrir alls konar fólk til að staldra við og íhuga hvað raunverulega skiptir máli í lífinu“, segir á vef Hamingjudaga.

 

Hamingjudagar á Hólmavík hafa verið haldnir á hverju ári frá 2005.

 

Þess má geta, að vegalengdin milli Reykhóla og Hólmavíkur um Arnkötludal (Þröskulda) er aðeins 58 km - og auðvitað mun skemmri úr innsveitinni í Reykhólahreppi. Til samanburðar eru 75 km milli Reykhóla og Búðardals og þykir ýmsum ekki langt.

 

Dagskráin á vef Hamingjudaga

Vefur Strandabyggðar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30