Tenglar

19. maí 2010 |

Hamingjulagið á Hólmavík 2010 valið í kvöld

Frá Hamingjudögum á Hólmavík 2007. Ljósm. Jón Halldórsson.
Frá Hamingjudögum á Hólmavík 2007. Ljósm. Jón Halldórsson.
Fjáröflunartónleikar félagsmiðstöðvarinnar OZON á Hólmavík verða haldnir í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, miðvikudag. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 en þar stíga á svið ungir og bráðefnilegir hljóðfæraleikarar úr Tónskólanum á Hólmavík auk söngvara á öllum aldri. Fjöldi frábærra slagara er á dagskránni og ungir sem aldnir ættu að geta hlustað á eitthvað við sitt hæfi.
 
Einnig verður keppt milli laganna sem bárust í samkeppnina um Hamingjulagið 2010 en bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin 2.-4. júli. Fólkið í salnum greiðir atkvæði og meirihluti ræður úrslitum.

 

Sjoppa verður á staðnum fyrir nammigrísina. Aðgangseyrir er kr. 1.200 fyrir fullorðna en 500 krónur fyrir 6-16 ára og frítt fyrir yngri.

 

Þeim sem vilja nánari upplýsingar um atburðinn er velkomið að hringja í Benedikt í síma 898 9162 eða Bjarna Ómar í síma 892 4666.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30