Tenglar

12. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Handavinna og föndurfólk í Barmahlíð

Myndirnar ættu að tala sínu máli.
Myndirnar ættu að tala sínu máli.
1 af 12

„Við erum svo heppin að hafa hana Margréti okkar, sem er frábær listrænn stjórnandi og einstök handavinnukona,“ segir Hrefna Hugosdóttir, hjúkrunarforstjóri í Barmahlíð á Reykhólum. Hún á þar við Margréti Guðlaugsdóttur, sem hefur séð um handavinnutímana á heimilinu í vetur. „Þar sem við vorum ekki með handavinnusýningu í ár langaði okkur að sýna sveitungum okkar eitthvað af því sem unnið hefur verið frá áramótum. Markmiðið með starfi okkar er að hafa gaman, njóta þess að vera saman, vinna með áhugamál og breyta um umhverfi,“ segja þær Hrefna og Margrét, og minna á, að öllum eldri borgurum sveitarinnar er boðið að koma og taka þátt í starfinu.

 

Heimilisfólk í Barmahlíð hefur sótt tímana vel og haft gaman af þessari iðju. Myndirnar sem hér fylgja eru teknar í handavinnustofunni á efri hæðinni í Barmahlíð og getur þar að líta bæði iðjufólkið og handaverk þess. Búfénaðurinn hans Jóa í Skáleyjum sker sig nokkuð úr öllu öðru sem þarna getur að líta - troðjúgra kýr og hrútur. Auk þess er á einni myndinni sérstakur gripur uppi í hillu, búinn til árið 1998 eins og þar sést.

 

Á myndum 2 og 9 eru ásamt föndurfólkinu þau Margrét Guðlaugsdóttir umsjónarmaður og Guðmundur Hauksson, starfsmaðurinn elskulegi og hjálpsami í Barmahlíð. Hvað það snertir sker hann sig að vísu ekkert úr hópnum sem vinnur í Barmahlíð, að sögn þeirra sem til þekkja.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31