Handverksfélagið Assa - nýir félagar óskast
Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi er afar fámennt en hinir fáu virku félagar starfa hins vegar af krafti. Handverkið er einkum til sölu í Bjarkalundi yfir sumartímann og hefur salan gengið vel og farið stöðugt vaxandi síðustu ár. Einkum er um að ræða ullarvörur af ýmsu tagi, trémuni bæði útskorna og rennda, ýmsar glervörur, skartgripi, dúkkuföt og fleira og í fyrra bættust leðurvörur við.
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bjarkalundi í kvöld, þriðjudag, og hefst hann kl. 20.30. Stjórnin skorar á fólk að ganga til liðs við félagið og vinna saman að markmiðum þess, sem eru að veita þeim sem vinna að handverki eða annars konar smáiðnaði tækifæri til að þróa og selja framleiðslu sína. Nýir félagar eru velkomnir á aðalfundinn. Formaður félagsins er Guðbjörg Karlsdóttir í Gautsdal.
helga p hrafnan, mivikudagur 12 oktber kl: 19:08
Halló, vantar ykkur enn félaga og petsur,
kveðja Helga